Viðskiptaráð Íslands

Fjárfestaþing: Gróska í sprotastarfi hérlendis

Á morgun, föstudag, fer fram tólfta Seed Forum fjárfestaþingið en það var fyrst haldið árið 2005. Á þinginu er sprotafyrirtækjum gefinn kostur á að kynna viðskiptahugmyndir sínar ásamt viðskiptaáætlunum. Þar munu fulltrúar fimm íslenskra og tveggja norskra sprotafyrirtækja kynna sínar hugmyndir og er því hér um að ræða kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki og fjárfesta að kynna sér nýja viðskiptamöguleika.

Mikil gróska er í sprotastarfi hérlendis og hefur það skilað auknum áhuga á nýsköpunarfyrirtækjum af hálfu fjárfesta. Rannsóknir hafa ennfremur sýnt að ört vaxandi sprotafyrirtæki skapa flest störf í hagkerfum og það á sérstaklega við í efnahagslegum niðursveiflum. Einn mikilvægasti þátturinn í að byggja upp öflugra umhverfi til nýsköpunar er aukið aðgengi að fjármagni á frumstigum rekstrar, en þingið hefur verið leiðandi í umræðunni á því hvernig bæta má úr þessu. Það er eitt af meginmarkmiðum þingsins að stuðla að aukinni kynningu og aðgengi sprotafyrirtækja að fjármagni með þátttöku þeirra í alþjóðlegum fjárfestingaþingum.

Stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki
Viðburður sem þessi virkar sem stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki sem vilja koma viðskiptahugmyndum sínum á framfæri, en á Seed Forum þingum síðustu ára hafa fjölmörg fyrirtæki fundið nýja fjárfesta. Meðal þeirra má nefna tölvuleikjafyrirtækið CCP, sem var meðal fyrirtækja sem kynnt voru á fyrsta þinginu árið 2005.

Aðalræðumaður verður Tonni Bülow-Nielsen fulltrúi frá danska áhættufjárfestingasjóðnum Vækstfonden. Sjóðurinn hefur verið leiðandi í fjárfestingum í nýsköpunarverkefnum í Danmörku síðustu 18 árin og komið að fjárfestingum í um 4.000 fyrirtækjum. Þingið verður haldið í höfuðstöðvum Arion banka föstudaginn 8. október, nánari upplýsingar hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024