Viðskiptaráð Íslands

Fjárfestingaþing nýsköpunarfyrirtækja

Næstkomandi föstudag, 25. mars 2011, fer fram þrettánda Seed Forum Iceland fjárfestaþingið en það var fyrst haldið árið 2005. Flest framsæknustu sprotafyrirtæki landsins hafa tekið þátt í þinginu og hefur þátttaka skilað góðum árangri. Mörgum þeirra hefur tekist að afla sér hlutafjár í gegnum Seed Forum Iceland og á sambærilegum ráðstefnum erlendis. 

Mikil gróska er í sprotastarfi hérlendis og hefur það skilað auknum áhuga á nýsköpunarfyrirtækjum af hálfu fjárfesta. Rannsóknir hafa ennfremur sýnt að ört vaxandi sprotafyrirtæki skapa flest ný störf í hagkerfum og það á sérstaklega við í efnahagslegum niðursveiflum. Einn mikilvægur þáttur í að byggja upp öflugt umhverfi til nýsköpunar er aukið aðgengi að fjármagni á frumstigi rekstrar, en þingið hefur verið leiðandi í umræðunni um hvernig bæta má úr þessu. Það er einmitt eitt af meginmarkmiðum þingsins að stuðla að aukinni kynningu og aðgengi sprotafyrirtækja að fjármagni með þátttöku þeirra í alþjóðlegum fjárfestingaþingum.

Kynningar á spennandi fjárfestingakostum
Seed Forum Iceland, ásamt styrktaraðilum, býður nú félögum Viðskiptaráðs að taka þátt í fjárfestaþingi  föstudaginn 25. mars 2011 í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19. Á þinginu munu fimm íslensk og tvö erlend sprotafyrirtæki kynna metnaðarfull verkefni og spennandi fjárfestingakosti. Þingið hefur jafnan verið stökkpallur fyrir vaxtar- og stórfyrirtæki morgundagsins.

Eftir þingið verður boðið upp á léttar veitingar í boði norska sendiráðsins og seinna um daginn verður móttaka í breska sendiráðinu. Dagskrá má nálgast hér - Vinsamlega staðfestið þátttöku með skráningu hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024