Orkan er sterkur grunnur til að byggja atvinnugreinar á og öflugur grunnur til að rækta á ný tækifæri og nýjar atvinnugreinar. Þetta voru þeir aðilar sammála sem fjölluðu um viðfangsefnið orka á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, en það voru þau Rannveig Rist hjá Rio Tinto Alcan, Skúli Mogensen, fjárfestingafélagið Títan og Eyjólfur Árni Rafnsson hjá Mannvit.

Rannveig opnaði erindi þeirra þriggja með umfjöllun um þann sterka grunn sem við byggjum atvinnugreinar tengdar orku á og þá fjölbreyttu starfsemi sem byggir á þeim grunni. Meðal annars talaði hún um þau hundruð fyrirtækja sem álfyrirtækin kaupa þjónustu af og það að álfyrirtækin ein og sér skila þjóðarbúinu um 100 mö. kr. í hreinar gjaldeyristekjur á ári hverju. Rannveig ræddi jafnframt tengsl orku, nýrra tækifæra og nýsköpunar á gömlum grunni var svo inntak í erindi Eyjólfs.
Hann lagði sérstaka áherslu á þann fjölda vel menntaðra Íslendinga sem starf í þjónustu við orkutengdan iðnað. Þeir telja í hundruðum sem starfa við verkfræðistofum hérlendis og af þeim sjá um 300 sérfræðingar um að þjónusta innlend orkufyrirtæki. Með uppbyggingu þekkingar hérlendis síðastliðna áratugi sagði Eyjólfur Íslendinga í hafa náð í framvarðarsveit í nýtingu jarðvarma, en við værum ekki þau einu. Til marks um það þá öfluðu íslenskar verkfræðistofur árið 2009 um 1,5 mö. kr. í erlendar tekjur.
Til að ljúka umfjöllun fjallaði Skúli meðal annars um ný verkefni, smærri og mögulega arðbærari, sem nýta má öfluga innviði orkugeirans í. Sagði hann að nú væri fyrst kannski kominn grunnur fyrir fjölbreyttari orkuiðnað, á grunni þeirrar reynslu sem hefur verið aflað. Hann horfði einnig til fordæmis þeirra hugsjónarmanna sem fyrst reifuð tækifæri Íslands í stærra samhengi snemma á síðustu öld og hvatti fundarmenn til að leyfa sér að hugsa stórt - til þess þyrfti þor og þolinmæði. Ísland stæði vel þegar kæmi að stærstu vandamálum heimsbyggðarinnar nú og og í framtíð.
Glærur Rannveigar, Eyjólfs og Skúla má nálgast
hér.