Samkvæmt skýrslu IMD-viðskiptaháskólans í Sviss um samkeppnishæfni hagkerfa þá eru Hong Kong og Bandaríkin jöfn í efsta sæti listans að þessu sinni. Ísland er í 31. sæti sæti yfir samkeppnishæfustu hagkerfi heims þetta árið og fellur um eitt sæti milli ára. Þau lönd sem eru með svipaða samkeppnishæfni og Ísland eru Tékkland í 30. sæti og Indland í 32. sæti. Svíþjóð er efst Norðurlandanna í 4. sæti listans og fer upp um tvö sæti milli ára. Danmörk og Noregur eru svo í 12. og 13 sæti listans. Heildarniðurstöðu könnunarinnar má nálgast hér.
Um IMD World Competitiveness Yearbook (WCY)
Skýrslan er unnin af svissneska viðskiptaháskólanum Institute for Management Development (IMD) en hann er talinn einn fremsti viðskiptaháskóli í Evrópu. IMD gefur árlega út skýrslu um samkeppnishæfni þjóða sem kallast IMD World Competitiveness Yearbook (WCY) sem talin er leiðandi í umfjöllun um samkeppnishæfni þjóða í heiminum og hefur verið gefin út óslitið frá árinu 1989. Skýrsla IMD um samkeppnishæfni þjóða byggir á fjórum megin stoðum:
Skýrslan er byggð á yfir 300 hagvísum auk viðhorfskönnunar meðal stjórnenda í atvinnulífinu. Haggögnin vega 2/3 á móti 1/3 sem byggir á viðhorfskönnuninni. Alls eru 59 hagkerfi metin í könnuninni í ár og eru þau öll vestræn eða önnur þróuð hagkerfi.
Nánar verður fjallað um niðurstöðurnar á vefsíðu VÍ
Viðskiptaráð Ísland er samstarfsaðili IMD á Íslandi. Verkefni Viðskiptaráðs tengist gagnaöflun og framkvæmd viðhorfskönnunar meðal stjórnenda í íslensku atvinnulífi. Á eftirfarandi vefsvæði, www.vi.is/imd, sem tileinkað er niðurstöðum könnunarinnar, má finna ítarlegri upplýsingar sem og aðgang að heildarlista yfir samkeppnishæfustu hagkerfi heims árið 2011.
Nánar verður fjallað um niðurstöðurnar á vefsíðu Viðskiptaráðs á morgun. Fjölmiðlahorn Viðskiptaráðs má finna hér.