Viðskiptaráð Íslands

Samstarfið við AGS gert upp

Í gær fór fram ráðstefna AGS, Seðlabankans og íslenskra stjórnvalda um lærdóma sem draga má af efnahagskreppunni og þau verkefni sem framundan eru. Ráðstefnan fór fram undir yfirskriftinni „Iceland´s Recovery - Lessons and Challenges“.

Á ráðstefnunni tóku til máls forsvarsmenn ríkisstjórnar og Seðlabankans ásamt fulltrúum launþegahreyfingar og atvinnulífs. Einnig kynntu bæði innlendir og erlendir fræðimenn eigin sýn á stöðu mála hér á landi, en meðal þeirra síðarnefndu voru Joseph Stiglitz, Paul Krugman, Simon Johnson og Martin Wolf.

Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, flutti erindi á ráðstefnunni um mikilvægi samræmis á milli stefnu annarsvegar og aðgerða hinsvegar, sem stuðla að nýtingu þeirra ríku tækifæra sem hér eru fyrir hendi. Hann benti á að í of mörgum tilvikum hamlaði útfærsla á núverandi stefnu stjórnvalda í raun efnahagsbata, vegna þess að um of hefði dregið úr hvötum til vinnusemi og framtaks.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024