Viðskiptaráð Íslands

Samkeppnishæfni á samningaborðið

Nú standa yfir stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Þrátt fyrir að áherslur flokkanna séu um margt ólíkar eru þeir sammála um margvíslegar aðgerðir sem þarf að ráðast í til þess að tryggja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs.

Lesa skoðun

Í aðdraganda kosninganna lét Viðskiptaráð framkvæma tvær skoðanakannanir. Annars vegar skoðanakönnun meðal stjórnenda allra aðildarfélaga Viðskiptaráðs um hvar helst væri þörf á úrbótum á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja og hins vegar meðal formanna stjórnmálaflokkanna um áherslur í þeim málaflokkum sem helst brenna á íslensku atvinnulífi. Nú hefur Viðskiptaráð útbúið lista yfir aðgerðir sem stjórnmálaflokkarnir þrír eiga að lágmarki að geta komið sér saman um og stuðla að bættu umhverfi viðskiptalífs á Íslandi.

Lesa skoðun

Tengt efni

Á hlykkjóttum vegi: samrunaeftirlit á Íslandi

Samrunaeftirlit er jafnvægislist milli virkrar samkeppni og fram­þróunar. Á …
14. október 2025

Auðlind í augsýn: olíuleit á Drekasvæðinu

Á Drekasvæðinu hefur fundist virkt kolvetniskerfi sem gæti innihaldið olíu í …
18. september 2025

Svartir sauðir, glatað fé: uppsagnarvernd opinberra starfsmanna

Rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna kemur í veg fyrir að stjórnendur geti …
22. maí 2025