Aðildarfyrirtækjum verslunarráða um allan heim gagnast aðild að ráðunum með ýmsum hætti og þá ekki síst í erlendum samskiptum. Með því að vera skráður aðili að verslunarráði er sýnt fram á að fyrirtækið sé viðurkennt í heimalandinu og njóti trausts.
Verslunarráð Íslands býður aðildarfyrirtækjum sínum að sækja á vef ráðsins merki þess, bæði á ensku og íslensku, til þess að setja á eigin heimasíður. Með merki VÍ á heimasíðum fyrirtækja á ensku má skapa traust sem gagnast getur á margan hátt í erlendum samskiptum.