Á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun voru kynnt úrslit kosninga til formanns og stjórnar ráðsins fyrir tímabilið 2012-2014. Hreggviður Jónsson, forstjóri og aðaleigandi Veritas Capital hf., var kjörinn formaður Viðskiptaráðs.
Viðskiptaráð Íslands vill þakka fráfarandi stjórnarmönnum vel unnin störf um leið og nýir stjórnarmenn eru boðnir velkomnir til starfa.
Í aðalstjórn Viðskiptaráðs 2012-2014 voru kjörin eftirfarandi:
Í varastjórn Viðskiptaráðs 2012-2014 voru kjörin eftirfarandi:
Talsverðar breytingar á stjórn
Alls tóku 13 nýir stjórnarmenn sæti í aðal- og varastjórn Viðskiptaráðs sem nemur um 35% af heildarfjölda stjórnarmanna. Þá jókst hlutur kvenna í stjórn ráðsins milli aðalfunda. Í fráfarandi stjórn voru konur 33% af aðalstjórnarmönnum og 27% af aðal- og varastjórnarmönnum. Nú nemur hlutfall kvenna í aðalstjórn um 39% og 30% fyrir aðal- og varastjórn. Þess má einnig geta að á ábendingarlista til stjórnarkjörs vegna aðalfundar var hlutfall kvenna um 30%.
Nánar um nýjan formann Viðskiptaráðs:
Hreggviður Jónsson er forstjóri og aðaleigandi Veritas Capital hf., sem á og rekur fyrirtækin Vistor, Distica, Artasan og Medor sem öll starfa sem birgjar og þjónustuaðilar við heilbrigðisgeirann. Hreggviður útskrifaðist með BA í hagfræði frá Macalester College í St. Paul árið 1987 og með MBA gráðu frá Harvard Business School í Boston 1993. Hann hefur víðtæka alþjóðlega stjórnunarreynslu úr ýmsum geirum atvinnulífsins. Hreggviður starfaði hjá Cargill í Bandaríkjunum og síðar sem ráðgjafi hjá McKinsey & Company í Svíþjóð áður en hann varð fjármálastjóri og síðar forstjóri Íslenska útvarpsfélagsins og Norðurljósa. Hreggviður hefur setið í stjórnum fjölda félaga.
Allar frekari upplýsingar um aðalfund Viðskiptaráðs má nálgast á vefsíðu ráðsins eða með því að hafa samband við Þórdísi Bjarnadóttur lögfræðing ráðsins.