Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaþing 2013: Fleiri atvinnugreinar þarf á stall sjávarútvegs

Hreggviður Jónsson formaður Viðskiptaráðs sagði á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, okkur Íslendinga standa í svipuðum sporum og árin fyrir Þjóðarsáttina. Umrótið í efnahagsmálum hefur staðið of lengi, framtíðarsýn um uppbyggingu er óljós og væntingar um bætt lífskjör einnig. Sú samstaða sem birtist í Þjóðarsáttinni er ekki til staðar að mati Hreggviðs. Ágreiningur um hugmyndafræði hefur ráðið um of á kostnað hagkvæmni, sem þó er undirstaða bættra lífskjara, nú og til framtíðar.

Þá vék Hreggviður að sjávarútveginum, sem er ein skilvirkasta atvinnugrein Íslands. Sagði hann það viðurkennt að íslenskur sjávarútvegur og skipulag hans væri ljósið í myrkrinu varðandi hagkvæmni í íslensku atvinnulífi og ætti því að vera kappsmál að eiga fleiri atvinnugreinar á þeim stalli. Því væri óskiljanlegt að opinberar aðgerðir síðustu missera hafi miðað að því að draga úr hagkvæmni og arðsemi í íslenskum sjávarútvegi á þann hátt að það komi niður lífskjörum allrar þjóðarinnar. Markmiðið hlyti að vera að efla lífskjör, en það væri aðeins gert með því að búa hér til hagkvæm skilyrði fyrir atvinnulífið.

Ræða Hreggviðs er aðgengileg hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024