Viðskiptaráð Íslands

Mikilvægt að fyrirtæki séu ábyrg og setji sínar eigin leikreglur

Framkvæmdastjóri Alþjóða verslunarráðsins (ICC) , Maria Livanos Cattaui, hélt erindi um Ábyrg fyrirtæki í alþjóðavæddu umhverfi yfir hátíðarkvöldverði í Grillinu í tilefni af 20 ára afmæli ICC á Íslandi. Þar sagði Maria meðal annars að fyrirtækin sjálf verði að vera ábyrg og mega aldrei gera ráð fyrir að stjórnvöld setji þeim reglur til að fara eftir. Hún telur að of mikið af reglugerðum frá stjórnvöldum geti aukið hættu á spillingu hjá fyrirtækjum og farsælla sé að gera umbætur innan frá.

Fyrir áhugasama, þá hefur ICC Publishing nýverið gefið út mjög fróðlega bók um efnið sem heitir Fighting Corruption: A Corporate Practice Manual. Bókin er til sölu hjá Bóksölu ICC en nánari upplýsingar veitir Lára Sólnes icc@chamber.is

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024