Mikilvægt að fyrirtæki séu ábyrg og setji sínar eigin leikreglur

Framkvæmdastjóri Alþjóða verslunarráðsins (ICC) , Maria Livanos Cattaui, hélt erindi um Ábyrg fyrirtæki í alþjóðavæddu umhverfi yfir hátíðarkvöldverði í Grillinu í tilefni af 20 ára afmæli ICC á Íslandi. Þar sagði Maria meðal annars að fyrirtækin sjálf verði að vera ábyrg og mega aldrei gera ráð fyrir að stjórnvöld setji þeim reglur til að fara eftir. Hún telur að of mikið af reglugerðum frá stjórnvöldum geti aukið hættu á spillingu hjá fyrirtækjum og farsælla sé að gera umbætur innan frá.

Fyrir áhugasama, þá hefur ICC Publishing nýverið gefið út mjög fróðlega bók um efnið sem heitir Fighting Corruption: A Corporate Practice Manual. Bókin er til sölu hjá Bóksölu ICC en nánari upplýsingar veitir Lára Sólnes icc@chamber.is

Tengt efni

Unglingadrykkja hrunið síðustu 30 ár

Undanfarin 30 ár hefur unglingadrykkja á Íslandi hrunið. Árið 1995 höfðu 80% ...
18. jún 2024

Hætt við að íslenskir neytendur beri kostnaðinn á endanum

Viðskiptaráð telur brýnt að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra miðla. ...
7. jún 2024

María nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs

María kemur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og mun hefja störf ...
12. maí 2023