Viðskiptaráð Íslands

Bindandi álit Tollstjóra

TollurSíðustu vikur og mánuði hafa félagsmenn talsvert komið að máli við starfsfólk Viðskiptaráðs vegna tollamála. Sum hver hafa lent í að vörur fara í athugun hjá tollinum við tollafgreiðslu og í kjölfarið færðar um tollflokk, jafnvel í flokk sem ber talsvert hærri gjöld. Af því tilefni bendir Viðskiptaráð félagsmönnum sínum á að unnt er að afla bindandi álits hjá Tollstjóra á tollflokkun áður en vörur eru fluttar til landsins. Ferlið er tiltölulega einfalt og með því má draga úr óvissu af þessu tagi.

Þá má jafnframt benda á að þeir aðilar sem hafa lent í því að vörur færist milli tollflokka og vilja ekki una þeirri ákvörðun hafa tök á að kæra hana skv. tollalögum. Kæra skal send tollstjóra innan 60 daga frá tollafgreiðsludegi vörunnar, skv. 117. gr. tollalaga. Þá er jafnframt unnt að skjóta úrskurðum Tollstjóra til ríkistollanefndar skv. 118. gr. sömu laga.

Allar frekari upplýsingar um bindandi álit Tollstjóra má nálgast hér.

Tengt efni

Björn Brynjúlfur í stjórn HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024