Viðskiptaráð Íslands

Esko Aho á Viðskiptaþingi 2013

Fyrrum forsætisráðherra Finnlands, Esko Aho, verður aðalræðumaður á Viðskiptaþingi 2013 sem fram fer 13. febrúar næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica. Esko hefur áratuga langa reynslu af stjórnunarstörfum og er í dag fræðimaður (e. senior fellow) hjá Kennedy School of Government í Harvard og stjórnunarráðgjafi hjá Nokia.

Í erindi sínu mun Esko ræða þá þætti sem mikilvægir eru fyrir vöxt hagkerfa og þar með lífskjara. Hann mun snerta á lærdómum Finna frá Norðurlandakrísunni ásamt því að fara yfir mikilvægi nýsköpunar (e. innovational eco-system) fyrir lönd af stærðargráðu Íslands. Honum er einnig hugleikið mikilvægi samstarfs til að tryggja efnahagsstöðuleika og við úrlausn vandamála. Esko þekkir vel til mála í alþjóðlegu efnahagslífi og verður áhugavert að fá sýn hans á tækifæri Íslands næstu árin. Að loknu erindi sínu mun Esko taka við spurningum fundargesta.

Skráning á Viðskiptaþing 2013 er hafin - Nánari upplýsingar um dagskrá

Viðskiptaþing 2013 er haldið undir yfirskriftinni Stillum saman strengi: hagkvæmni til heilla. Þar verður fjallað um fyrirliggjandi framleiðnivanda hagkerfisins og mögulegar úrbætur þar á. Þá verður farið yfir mikilvægi þess að ákvarðanir séu í samræmi við langtímastefnu og rætt um áhrifamátt samstarfs til eflingar lífskjara. Á þinginu verður gefin út Hugmyndahandbók, þar sem reifaðar eru fjölmargar tillögur að aukinni hagkvæmni til heilla.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026