Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaþing 2013

Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica

Stillum saman strengi: hagkvæmni til heill

Viðskiptaþing 2013 er haldið undir yfirskriftinni Stillum saman strengi: hagkvæmni til heilla. Þar verður fjallað um fyrirliggjandi framleiðnivanda hagkerfisins, sem farið er yfir í nýlegri skýrslu McKinsey & Company Charting a Growth Path for Iceland, og mögulegar úrbætur þar á. Þá verður farið yfir mikilvægi þess að ákvarðanir séu í samræmi við langtímastefnu og fjallað um áhrifamátt samstarfs til eflingar lífskjara. Á þinginu verður gefin út Hugmyndahandbók, þar sem reifaðar eru fjölmargar tillögur að aukinni hagkvæmni til heilla.

Dagskrá:

13:30 Skráning
13:45 Setning fundarstjóra - Finnur Oddsson, aðstoðarforstjóri Nýherja
13:50 Ræða formanns Viðskiptaráðs Íslands - Hreggviður Jónsson
14:05 Aðalræðumaður - Esko Aho, fyrrum forsætisráðherra Finnlands
14:45 Kaffihlé
15:10 Afhending námsstyrkja - Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
15:20 Tillögur Viðskiptaráðs - Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS
15:30 Pallborðsumræður formanna stjórnmálaflokka undir stjórn Brynju Þorgeirsdóttur: *

  • Árni Páll Árnason, Samfylkingin
  • Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn
  • Guðmundur Steingrímsson, Björt framtíð
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Framsóknarflokkurinn
  • Steingrímur J. Sigfússon, Vinstrihreyfingin - grænt framboð

16:00 Samantekt - Ragna Árnadóttir, formaður samráðsvettvangs um aukna hagsæld á Íslandi
16:15 Slegið á létta strengi - Guitar Islancio

*Formönnum allra flokka sem tilkynnt höfðu framboð á landsvísu þann 16. janúar og höfðu mælst með yfir fimm prósenta fylgi í síðustu þremur Þjóðarpúlsum var boðin þátttaka í pallborði (Þjóðarpúls janúar 2013, desember 2012 og nóvember 2012).

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember …
13. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í …
20. júní 2024