Viðskiptaráð þakkar þeim fjölmörgu gestum sem sóttu vel heppnað Viðskiptaþing á miðvikudag í síðustu viku á Hilton Reykjavík Nordica. Í ræðu sinni á þinginu talaði Esko Aho, fyrrum forsætisráðherra Finnlands, m.a. um að viðamikil einföldun á finnska skattkerfinu í kjölfar kreppunnar hafi átt lykilþátt í að afla tekna til að standa undir velferðarkerfinu. Erindi hans er nú aðgengilegt hér:
Smelltu hér til að skoða myndir frá Viðskiptaþingi í flickr myndasafni Viðskiptaráðs. Auk þess má finna erindi annarra ræðumanna á Viðskiptaþingi 2013 ásamt kynningarmyndbandi úr skýrslu McKinsey og myndbandi með tillögum Viðskiptaráðs á YouTube síðu ráðsins. Hér að neðan má einnig finna nokkur viðtöl og upptökur fjölmiðla af þinginu: