Viðskiptaþing 2013 verður haldið miðvikudaginn 13. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Á þinginu mun Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, kynna Hugmyndahandbók með 13 tillögum að aukinni hagkvæmni til að efla framleiðni. Tillögurnar voru mótaðar á síðustu vikum af þremur vinnuhópum á vegum Viðskiptaráðs, sem í sátu fulltrúar fyrirtækja víða úr atvinnulífinu auk fræðimanna.
Tillögurnar varða þrjá meginþætti íslensks atvinnulífs, þ.e. auðlindatengda starfsemi, alþjóðlega starfsemi og innlenda þjónustu. Í Hugmyndahandbókinni er m.a. fjallað um:
Auk þess að fá eintak af Hugmyndahandbókinni gefst fundargestum tækifæri til að spyrja aðalræðumann þingsins, Esko Aho fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, s.s. um reynslu Finna úr Norðurlandakrísunni og hverja hann telur vera næstu uppsprettu vaxtar heimshagkerfisins á komandi árum.