Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaþing 2013: Nú þarf að láta verkin tala

Á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, fjallaði Hreggviður Jónsson formaður ráðsins um nýstofnaðan Samráðsvettvang um aukna hagsæld á Íslandi. Að vettvanginum, sem Ragna Árnadóttir veitir formennsku, kemur fjölbreyttur hópur úr stjórnsýslu, atvinnulífi, stjórnmálum, launþegahreyfingum, sveitarfélögum og fræðasamfélagi. Vettvangnum er ætlað að móta tillögur að aðgerðum sem stuðla geta að langtímahagvexti og efnahagslegum stöðugleika.

Hreggviður nefndi að á síðasta Viðskiptaþingi hafi verið óskað eftir betra samtali atvinnulífs og stjórnmála og fagnaði hann því nú þessu góða framtaki og þakkaði forsætisráðuneytinu og formönnum stjórnmálaflokkanna fyrir að veita því brautargengi.

Þá benti Hreggviður á að hátt í 180 skýrslur hafa verið skrifaðar um íslenskt efnahagslíf í víðu samhengi á síðustu misserum og hefur Viðskiptaráð ekki látið sitt eftir liggja. En orð án athafna duga skammt og nú þurfa verkin að tala. Íslenskt atvinnulíf mun ekki láta sitt eftir liggja og sagði Hreggviður að atvinnulífið þyrfti vera opið fyrir því að breytinga er þörf í þeirra vinnulagi og að atvinnulífið þurfi að sýna þann vilja til samstarfs sem það ætlar öðrum.

Síðar á þinginu kynnti Ragna starf Samráðsvettvangsins. Hún talaði um að þar færi fram mikilvæg hugmyndavinna um grunnmynd til framtíðar og hlutverk vettvangsins væri m.a. að skoða hvar sameiginlegar áherslur liggja. Það er mikilvægur þáttur í mótun skýrari hagvaxtarstefnu hér á landi.

Ræða Hreggviðs er aðgengileg hér og ræða Rögnu hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024