Nú á miðvikudag (13. febrúar) kl. 13.30-16.15 fer fram árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs á Hilton Reykjavík Nordica. Skráningu lýkur á morgun, þriðjudag, kl. 16. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er Stillum saman strengi: hagkvæmni til heilla“ þar sem fjallað verður um mikilvægi samstarfs til að bæta lífskjör hér á landi. Skráning fer fram hér.
Þá verður einnig fjallað um fyrirliggjandi framleiðnivanda hagkerfisins, sem farið er yfir í nýlegri skýrslu McKinsey & Company Charting a Growth Path for Iceland, og mögulegar úrbætur þar á. Á þinginu verður gefin út Hugmyndahandbók, þar sem reifaðar eru 13 tillögur að aukinni hagkvæmni til heilla.
Að venju mun formaður Viðskiptaráðs ávarpa þingið, en aðalræðumaður er Esko Aho fyrrum forsætisráðherra Finnlands. Aðrir sem taka til máls eru Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS, Ragna Árnadóttir formaður samráðsvettvangs um aukna hagsæld á Íslandi og Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Þá fara fram pallborðsumræður formanna stjórnmálaflokka undir stjórn Brynju Þorgeirsdóttur. Fundarstjóri er Finnur Oddsson aðstoðarforstjóri Nýherja. Nánar um dagskrá þingsins hér.
Láttu þig ekki vanta á Viðskiptaþing 13. febrúar! Skráning fer fram hér.