Viðskiptaráð Íslands

Opnunartími skrifstofu 11. og 12. febrúar

Fimmtudaginn 11. febrúar fer fram árlegt Viðskiptaþing á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13.00-17.00 og af þeim sökum verður skrifstofa Viðskiptaráðs opin frá kl. 8.00 til 12.00. Skrifstofa ráðsins opnar kl. 10.00 föstudaginn 12. febrúar.

Yfirskrift þingsins er „Héraðsmót eða heimsleikar? Innlendur rekstur í alþjóðlegu samhengi.“ Dagskráin er afar glæsileg, en efnistök eru fjölbreytt og koma þátttakendur úr ýmsum áttum. Á þinginu verður umræða um aukna framleiðni í forgrunni, en tækniframfarir og ný þekking eru helstu drifkraftar hennar. Í þeim felast bæði tækifæri og ógnanir fyrir þau fyrirtæki sem þegar starfa í dag. Upplýsingatækni, ný viðskiptalíkön, sjálfvirkni og breytt neytendahegðum eru allt viðfangsefni sem hafa áhrif bæði á frumkvöðla og fyrirtækjastjórnendur. 

Mikil aðsókn er á Viðskiptaþing og er nú þegar orðið uppselt. Tekið er við skráningum á biðlista og ef afskráning á sér stað fær efsti aðili á biðlista úthlutuðu sæti á þinginu.

Skráning á biðlista

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024