Til að efla nýsköpunarstarfsemi ber að ryðja burt hindrunum við stofnun fyrirtækja. Hérlendis er skrifræði við stofnun fyrirtækja lítið. Krafa um innborgað hlutafé er lægri hér en víða annars staðar. Hins vegar er kostnaður vegna skráningar fyrirtækja töluvert hærri en í mörgum öðrum OECD ríkjum.
Komið hefur fram í athugunum að frumkvöðlastarfsemi er umfangsmikil hérlendis. Ein ástæða þess kann að vera sú að tiltölulega einfalt er fyrir einstaklinga að stofna fyrirtæki á Íslandi. Alþjóðabankinn hefur gefið út samanburð á því hversu mikla fyrirhöfn og fjármuni þarf til þess að stofna ný fyrirtæki í yfir 80 löndum. Ísland er ekki á þessum lista en í athugun á vegum VÍ hefur komið í ljós að á Íslandi er skrifræði í kringum stofnun nýrra fyrirtækja með minnsta móti. Hérlendis þarf einungis að sækja um skráningu hjá Ríkisskattstjóra sem tekur að jafnaði sólarhring. Þá þarf að sækja um virðisaukaskattsnúmer hjá skattstjóra sem tekur að hámarki 8 daga og launagreiðandi þarf um leið að skrá sig hjá skattstjóra. (Alls þrjú eyðublöð sjá töflu)
Á móti kemur þó að minni kostnaður er við stofnun nýrra fyrirtækja í ýmsum samkeppnislöndum okkar. Þannig eru til að mynda engin opinber gjöld við stofnun fyrirtækja í Danmörku. Í þeim löndum Evrópu þar sem mikil fyrirhöfn er við skráningu nýrra fyrirtækja virðist vera minna um stofnun fyrirtækja. Í Frakklandi og Þýskalandi er til að mynda mun flóknara að stofna nýtt fyrirtæki en hérlendis og þar er hlutfallslega mun minna um skráningu nýrra fyrirtækja. Á meðfylgjandi lista má sjá samanburð við nokkur lönd.
Land |
Fjöldi |
Biðtími |
Kostnaður |
Lágmarks hlutafé |
(eyðublöð) |
(dagar) |
(% af VLF á mann) |
(% af VLF á mann) |
|
Ástralía |
2 |
6 |
1.8 % |
0.0 % |
Bandaríkin |
5 |
4 |
0.6 % |
0.0 % |
Danmörk |
3 |
3 |
0.0 % |
46.9 % |
Finnland |
7 |
36 |
1.1 % |
29.9 % |
Frakkland |
10 |
53 |
2.7 % |
28.9 % |
Írland |
3 |
16 |
10.4 % |
0.0 % |
Ísland |
3 |
8 |
3.7 % |
22.0 % |
Kanada |
2 |
2 |
0.6 % |
0.0 % |
Noregur |
4 |
24 |
3.7 % |
32.2 % |
Rússland |
19 |
50 |
6.9 % |
39.7 % |
Svíþjóð |
5 |
18 |
0.7 % |
36.3 % |
Þýskaland |
9 |
45 |
5.8 % |
92.5 % |
Í Þýskalandi þurfa stofnendur fyrirtækja m.a. að tilkynna um stofnun fyrirtækis hjá vinnumarkaðsskrifstofu, skrá starfsmenn í tryggingarfélag, opna bankareikning og skrá fyrirtækið hjá þeim samtökum fyrirtækja sem við á í hverju tilviki fyrir sig. Í Rússlandi er skrifræðið í kringum stofnun fyrirtækja enn meira og þar þurfa fyrirtæki m.a. að skrá sig hjá hagstofu, skattstofu, lífeyrissjóði og tryggingafélagi.
Ýmis nágrannalönd okkar hafa skynjað mikilvægi þess að auka nýsköpunarstarfsemi með því að ryðja burt hindrunum við stofnun fyrirtækja. Mörg lönd hafa því siglt upp að hlið okkar Íslendinga og dregið umtalsvert úr skrifræði við stofnun fyrirtækja en hafa þó gengið lengra en við í að draga úr kostnaði vegna skráningar fyrirtækja. Krafa um innborgað hlutafé er lægri hér en víða annars staðar þó nokkur lönd eins og Kanada og Bandaríkin geri engar kröfur um slíkt. Hér er kostnaður vegna skráningar einkahlutafélaga um 86.000 krónur eða sem nemur 3,7% af landsframleiðslu á mann. Kostnaður vegna sambærilegra skráninga í ýmsum nágrannalöndum okkar eins og í Danmörku, Svíþjóð og Bandaríkjunum er mun minni eða sem nemur 0,0-0,7% af landsframleiðslu á mann.
Einn af hverjum níu Íslendingum telst virkur í frumkvöðlastarfsemi eða 11,3% þjóðarinnar. Þetta kemur m.a. fram í niðurstöðum alþjóðlegs rannsóknarverkefnisins Global Entrepreneurship Monitor sem Háskólinn í Reykjavík er aðili að. Þá kemur einnig fram í þessari rannsókn að tæplega helmingur þjóðarinnar telur sig hafa hæfileika og kunnáttu til að stofna fyrirtæki. Frumkvöðlastarfsemi mælist mikil á Íslandi í samanburði við önnur vestræn ríki og að henni ber að hlúa enn frekar.
Litlu skrifræði við stofnun fyrirtækja hérlendis ber að fagna. Íslensk stjórnsýsla stenst vel samanburð við það sem best gerist í þessu sambandi. Einfalt kerfi stuðlar að bættri samkeppnisstöðu og eykur velmegun. Á hitt ber þó að benda að ýmis nágrannalönd okkar hafa lækkað umtalsvert gjöld vegna skráningar nýrra fyrirtækja sem eru nú töluvert lægri en hérlendis.