Viðskiptaráð Íslands

88% sænskra fyrirtækja hlynnt evrunni

88% aðildarfyrirtækja verslunarráðs Stokkhólmsborgar eru hlynnt upptöku evrunnar í Svíþjóð. Þetta kom m.a. fram í ræðu Peters Eghards framkvæmdastjóra verslunarráðs Stokkhólmsborgar á ársfundi framkvæmdastjóra norrænna verslunarráða sem haldinn var í Finnlandi í ágúst. Aðalumræðuefni fundarins var evran og áhrif hennar á viðskiptalífið. Fram kom á fundinum að almenn ánægja ríkir í finnsku viðskiptalífi með upptöku evrunnar; áhugi erlendra fjárfesta á finnskum fyrirtækjum hefur aukist og viðskipta- og fjármagnskostnaður fyrirtækja hefur lækkað. Fjármagnkostnaður er nú rúmlega 0,5% hærri í Svíþjóð en í Finnlandi.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026