Viðskiptaráð Íslands

Sundabraut og orkufyrirtæki i einkaeigu!

"Það eru lítil takmörk fyrir því hvað hægt er að einkavæða", sagði Eamonn Butler framkvæmdastjóri Adam Smith Institute á morgunverðarfundi VÍ. Butler hvatti til þess að Íslendingar reyndu samkeppnisvæðingu og einkavæðingu í orkugeiranum. Reynsla Breta hefði sýnt að jafnvel í greinum sem voru taldar búa við náttúruleg einokunarskilyrði í Bretlandi hafi samkeppni átt erindi. Eamonn telur að einkavæðing eigi fullt erindi í orkugeirann og heilbrigðis- og menntastofnanir. Butler taldi jafnframt að Sundabraut geti verið mjög ákjósanleg fyrir einkaframkvæmd en með nýrri tækni við innheimtu veggjalda væri einfalt að koma hagkvæmri gjaldtöku við á brautinni og auk þess gæfist vegfarendum færi á að velja aðra leið ef þeir óskuðu.

Tengt efni

Björn Brynjúlfur í stjórn HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024