Viðskiptaráð Íslands

Sundabraut og orkufyrirtæki i einkaeigu!

"Það eru lítil takmörk fyrir því hvað hægt er að einkavæða", sagði Eamonn Butler framkvæmdastjóri Adam Smith Institute á morgunverðarfundi VÍ. Butler hvatti til þess að Íslendingar reyndu samkeppnisvæðingu og einkavæðingu í orkugeiranum. Reynsla Breta hefði sýnt að jafnvel í greinum sem voru taldar búa við náttúruleg einokunarskilyrði í Bretlandi hafi samkeppni átt erindi. Eamonn telur að einkavæðing eigi fullt erindi í orkugeirann og heilbrigðis- og menntastofnanir. Butler taldi jafnframt að Sundabraut geti verið mjög ákjósanleg fyrir einkaframkvæmd en með nýrri tækni við innheimtu veggjalda væri einfalt að koma hagkvæmri gjaldtöku við á brautinni og auk þess gæfist vegfarendum færi á að velja aðra leið ef þeir óskuðu.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026