Viðskiptaráð Íslands

Kynning á skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður Íslands við ESB

Mánudaginn 7. apríl kl. 8.15 - 11.30 fer fram kynning á skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Skýrslan var unnin fyrir Alþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands. Fundurinn fer fram í Gullteigi á Grand Hótel Reykjavík. Aðgangseyrir er 3.900 kr. og er morgunverður innifalinn í verði.

Dagskrá

8.15 - Skráning og morgunverður

8.30 - Opnunarávarp
Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins

8.40 - Kynning á úttekt Alþjóðamálastofnunar
Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

9.10 - Sjávarútvegsmál
Bjarni Már Magnússon, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík

9.40 - Landbúnaður og byggðamál
Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands

10.10 - Efnahags- og peningamál
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og lektor við Háskóla Íslands

10.40 - Pallborðsumræður
Höfundar skýrslunnar sitja fyrir svörum

11.15 - Samantekt
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands

Fundarstjóri er Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.

2014.04.03 dagskra

Tengt efni

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026

Opið fyrir umsóknir í Menntasjóð VÍ

Opið er fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ). …
5. janúar 2026

Skattadagurinn fer fram 15. janúar

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins verður …
5. janúar 2026