Viðskiptaráð Íslands

Hver er staðan á ESB viðræðunum?

Staðsetning: Hús verslunarinnar

Hvað þýðir hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu? Framsal auðlinda eða loforð um lága verðbólgu? Er aðild ávísun á fullveldisframsal eða aukin áhrif okkar á ákvarðanatöku?

Millilandaráðin og Viðskiptaráð Íslands standa fyrir morgunfundi um stöðuna á samningaviðræðum Íslands við ESB föstudaginn 18. nóvember. Stefán Haukur Jóhannesson aðalsamningamaður Íslands í samningaviðræðum við ESB og Kolbeinn Árnason, formaður samninghópsins um sjávarútvegsmál munu fara yfir stöðuna nú þegar viðræður við ESB eru hafnar.

Vinna við samning um sjávarútvegsmál hefst eftir áramót og vafalaust margir áhugasamir um kynningu á þeim þætti. Hvetjum við alla til að skrá sig sem fyrst þar sem pláss er takmarkað. Fundurinn verður haldinn í Húsi verslunarinnar á hæð 0 (gengið inn norðamegin) klukkan 8.15 - 9.45, húsið opnar klukkan 8.

Enginn aðgangseyrir - boðið verður upp á kaffi og ávexti. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig hjá Kristínu S. Hjálmtýsdóttur.

Tengt efni

Viðskiptaþing 2026

Viðskiptaþing 2026 fer fram 12. febrúar í Borgarleikhúsinu og er einn stærsti …
12. febrúar 2026

Aðalfundur 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
10. febrúar 2026

Skattadagurinn 2026

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins verður …
15. janúar 2026