Forsætisráðuneytið hefur nýverið skipað fimm manna stefnumótunarnefnd um upplýsingasamfélagið. Verkefni nefndarinnar er að endurskoða stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki frá árinu 1996 og móta framtíðarsýn. Það eru ýmis verkefni sem bíða nefndarinnar m.a. að skoða hvernig örva megi frekar rafræn viðskipti og rafræna stjórnsýslu hérlendis, segir Þór Sigfússon framkvæmdastjóri VÍ sem situr í stefnumótunarnefndinni.