Umhverfismál eru fyrst núna að koma inn sem fjárhagsleg stærð í rekstri fyrirtækja, að sögn framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.
„Ef fyrirtæki huga að kolefnisfótspori sínu og umhverfisáhrifum, bæði inni í fyrirtækinu og í gegnum virðiskeðju sína, eru þau að koma í veg fyrir að lenda úti í horni í framtíðinni, að lúta í lægra haldi fyrir öðrum fyrirtækjum sem hafa tekið þessi mál föstum tökum og verið vakandi fyrir áhrifum sínum á samfélagið og þróun umhverfismála almennt.“
Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs fer yfir grænu mál málanna í viðtali við Viðskiptablaðið