Viðskiptaráð Íslands

Verslunarráðið heimsækir Hjallaskóla

Hinn 26. september bauð bæjarstjórinn í Garðabæ, Ásdís Halla Bragadóttir, Verslunarráði og Háskólanum í Reykjavík í heimsókn til að kynna stefnu og framtíðarsýn Garðabæjar í skólamálum. Nýi einkarekni Hjallaskólinn í Garðabæ var heimsóttur. Með nýjum einkaskólum verður til samanburður og nýsköpun í skólastarfi sem er mjög brýnt. Það starf sem farið er af stað í Hjallaskóla í Garðabæ er framúrskarandi og góður vitnisburður um einkaframtak á þessu mikilvæga stigi skólastarfs.

Bjarni Ármannsson afhendir Margréti Pálu Ólafsdóttur vasa sem gestirnir gáfu Hjallaskóla.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024