Viðskiptaráð Íslands

Föstudagskaffi um atvinnurekstur hins opinbera

Viðskiptaráð býður til hálfsmánaðarlegs morgunfundar föstudaginn 26. nóvember.

Að þessu sinni mun Elísa Arna Hilmarsdóttir, sérfræðingur í greiningum hjá Viðskiptaráði, kynna skoðun framleiðnihóps Viðskiptaráðs um atvinnustarfsemi hins opinbera sem gefin verður út sama dag.

Skoðunin byggist á Ísland ohf., sambærilegri kortlagningu Viðskiptaráðs frá 2016, og dregur hin nýja skoðun m.a. fram þær breytingar sem hafa orðið, og ekki orðið, síðan þá.

Þá ræðir Elísa skoðunina og málefni tengd atvinnustarfsemi og samkeppnisrekstri hins opinbera við Árna Hauksson, fjárfesti, og Hrund Rudolfsdóttur, forstjóra Veritas, en Árni og Hrund eru bæði meðlimir framleiðnihóps ráðsins.

Föstudagskaffið verður opið öllum áhugasömum enda eiga umræða og nýjar upplýsingar um umfangsmikla starfsemi hins opinbera erindi við okkur öll.

Fylgstu með í spilaranum hér fyrir ofan kl. 9 á föstudagsmorgun. Ef spilarinn virkar ekki, smelltu þá hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024