Viðskiptaráð Íslands

Ríkisskattstjóri og viðskiptalífið

Indriði Þorláksson ríkisskattstjóri skrifar grein í tímarit embættisins þar sem hann gefur í skyn að skattalögin séu sniðgengin af fyrirtækjum í fleiri tilvikum en áður.  Þá talar hann um græðgi og mammonsdýrkun í íslenskum fyrirtækjum og telur að viðburðir síðustu  dagana hérlendis minni á gerska ævintýrið eftir fall Sovétríkjanna.

Í grein sinni gefur Indriði í skyn að fyrirtæki og ráðgjafar þeirra reyni allt til að komast hjá eðlilegum skattgreiðslum. Þá veður hann úr einu í annað og fjallar m.a. um það hvernig blásnauðir menn verði milljarðamæringar á einni nóttu í viðskiptalífinu! 

Íslenska embættiskerfið hefur að mörgu leyti batnað á undanförnum árum.  Ástæðan er án efa sú að síðustu ríkisstjórnir hafa sýnt skilning á mikilvægi frjálsra viðskipta og bætts rekstrarumhverfis fyrirtækja. Í kjölfarið hefur embættismannakerfið batnað. Gamla kerfið sem starfaði oft beinlínis gegn viðskiptalífinu hafði vikið fyrir faglegri og jákvæðari sjónarmiðum.

Með grein Indriða má þó segja að vísbendingar séu um að gamla kerfið sé að vakna til lífsins að nýju og hlakki til þess að taka upp gamla siði sem einkenndust af  hroka gagnvart fyrirtækjastarfseminni.  Vissulega má segja að viðskiptalífið hafi gefið þessum draugum í kerfinu tækifæri til þess að lifna þar sem hvert áfallið hefur dunið yfir sem skaðað hefur ímynd viðskiptalífsins.  Það réttlætir þó engan veginn slík stóryrði ríkisskattstjóra gagnvart fyrirtækjum.

Eðlilegt er á hafa áhyggjur af því að ríkisskattstjóri sé að gefa tóninn fyrir starfsmenn sína um hvernig eigi að meðhöndla fyrirtækin í landinu hjá embættinu. RSK hefur nýverið fengið til sín skráningu nýrra fyrirtækja sem áður var í höndum Hagstofunnar.  Hagstofan hafði sinnt þessu verkefni með miklum sóma og samkvæmt athugun Verslunarráðsins tók stofnun fyrirtækja hérlendis minni tíma en í flestum nágrannaþjóðum okkar þegar Hagstofan sinnti verkefninu.  Nú verður fróðlegt að sjá hvort þjónusta við stofnun nýrra fyrirtækja versni hjá RSK.

Þór Sigfússon

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024