Viðskiptaráð Íslands

Þátttaka opinberra fyrirtækja í útboði

Í ágúst hélt Sorpa bs. útboð vegna gámaþjónustu við endurvinnslustöðvar. Meðal þátttakenda var Vélamiðstöðin ehf. sem þrátt fyrir ehf.-titilinn er opinbert fyrirtæki.

Aðrir þátttakendur voru einkafyrirtæki, sum hver félagar Verslunarráðs Íslands. Niðurstaða útboðsins var sú að Vélamiðstöðin ehf. átti lægsta tilboðið með frávikstilboði sínu. Nú stendur yfir hjá Sorpu könnun á því hvort að slíkt frávikstilboð sé heimilt. Burt séð frá því telur Verslunarráð ýmislegt mæla gegn því að tilboði frá opinberu fyrirtæki sé tekið eftir útboð sem um ræðir.

Verslunarráð sendi stjórn Sorpu bs. bréf vegna þessa í síðustu viku.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024