Viðskiptaráð Íslands

Hið opinbera: tími til breytinga

Í nýju riti Viðskiptaráðs, „Hið opinbera: tími til breytinga“, er lögð fram heildstæð sýn ráðsins á hlutverk, rekstur og fjármögnun hins opinbera. Jafnframt eru lagðar fram tillögur um að auka framleiðni í opinberum rekstri og skapa hagfelldari umgjörð vermætasköpunar.

Sækja ritið

Ritið skiptist í fimm kafla:

  1. Umfang og áhrif hins opinbera
  2. Hvert er hlutverk hins opinbera?
  3. Hver á að veita opinbera þjónustu?
  4. Með hvaða hætti á hið opinbera að starfa?
  5. Hvernig á að fjármagna hið opinbera?

Þar kemur meðal annars eftirfarandi fram:

  • Stöðugildum í einkageira hefur fækkað um 7% frá aldamótum en stöðugildum hjá hinu opinbera hefur fjölgað um 29% á sama tímabili.
  • Stjórnvöld eru í beinni samkeppni við einkaaðila á ýmsum sviðum, meðal annars í tilfelli Íslandspósts, SORPU, og Fríhafnarinnar.
  • Rekstraraðlögun ríkissjóðs í kjölfar bankahrunsins hefur fyrst og fremst verið í formi aukningar skatttekna og samdráttar í fjárfestingum.
  • Hætta er á að heilbrigðiskerfi Íslendinga í núverandi mynd verði hinu opinbera ofviða í náinni framtíð vegna öldrunar þjóðarinnar á komandi árum.
  • Íslenska skattkerfið var hagkvæmt fyrir hrun fjármálakerfisins, en glataði mörgum þeirra einkenna vegna fjölmargra breytinga og skattahækkana.
  • Selja mætti opinber fyrirtæki fyrir 800 ma. kr. og helminga þannig opinberar skuldir.

Ritið er nú aðgengilegt öllum í vefútgáfu. Einnig má óska eftir prentuðu eintaki á skrifstofum Viðskiptaráðs.

Sækja ritið

Tengt efni

The Icelandic Economy – H1 2024

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan …

Skýrsla Viðskiptaþings 2024

Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera og hvernig megi bæta þjónustu þess til …
8. febrúar 2024

The Icelandic Economy – 4F 2023

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic …