Viðskiptaráð Íslands

15% vaskur

Þjóðarpúls Gallup spurði nýverið hvort fólk teldi mikilvægara að tekjuskattur eða virðisaukaskattur væri lækkaður. Meirihluti þátttakenda í Þjóðarpúlsi Gallup, eða um 57%, taldi mikilvægara að virðisaukaskattur væri lækkaður.   

Viðskiptaráð lagði til í skýrslu sinni 15% landið sem kynnt var í febrúar sl. að stefna skuli að því að einfalda virðisaukaskattskerfið, fækka undanþágum og hafa einungis eina skattprósentu í virðisaukaskatti, 15%.  Það er gerlegt að koma á einu skattþrepi í virðisaukaskattskerfinu og að því ber að stefna. Það er mun æskilegra en að auka þann mun sem er á milli efra og lægra þrepsins í dag.

Við eigum að vinna að því að einfalda skattkerfið eins og kostur er. Þau viðhorf sem fram koma í Þjóðarpúls Gallup eru án efa vitnisburður um að fólk skynjar að við Íslendingar erum með skattglöðustu þjóðum heims þegar kemur að vaskinum: fáar þjóðir státa af 24,5% vaski á efra þrepi.  Slíkt fyrirkomulag eykur undanskot og verkar letjandi.

Viðskiptaráð Íslands boðar til ráðstefnu um flata skatta hinn 20. október nk. þar sem m.a. verður fjallað um eitt 15% í virðisaukaskatti.

Þór Sigfússon

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026