Viðskiptaráð Íslands

Stofnun Adams Smiths skrifar um Ísland

Nýlega greindi Viðskiptaráð frá grein í breskum fjölmiðlum eftir Dr. Eamonn Butler, framkvæmdastjóra Adam Smith-stofnunarinnar í Lundúnum, um íslenskt hagkerfi og athafnalíf. Í greininni gerði hann þau hamskipti sem átt hafa sér stað í íslensku atvinnulífi á undanförnum áratug að umtalsefni og fjallaði m.a. um útrás íslenskra fyrirtækja á breiðum grundvelli. 

Dr. Madsen Pirie, forseti sömu stofnunnar, var gestafyrirlesari á ráðstefnu Viðskiptaráðs, Deloitte og KPMG um flata skatta sem haldin var á Grand hótel 20. október síðastliðinn. Að fyrirlestrinum var gerður góður rómur en í honum fór hann yfir helstu röksemdir andstæðinga flatra skatta og skýrði fundarmönnum frá reynslu þeirra landa sem tekið hafa upp flata skatta. 

Á vef Adam Smith-stofnunarinnar má finna nýja grein ef Dr. Pirie um Ísland en að þessu sinni gerir hann raforkuframleiðslu landsins að útgangspunkti sínum og þá miklu vaxtarmöguleika sem felast í hugsanlegum útflutningi á hreinni orku, t.a.m. í gegnum sæstreng til Skotlands í fyllingu tímans.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024