Viðskiptaráð Íslands

Stofnun Adams Smiths skrifar um Ísland

Nýlega greindi Viðskiptaráð frá grein í breskum fjölmiðlum eftir Dr. Eamonn Butler, framkvæmdastjóra Adam Smith-stofnunarinnar í Lundúnum, um íslenskt hagkerfi og athafnalíf. Í greininni gerði hann þau hamskipti sem átt hafa sér stað í íslensku atvinnulífi á undanförnum áratug að umtalsefni og fjallaði m.a. um útrás íslenskra fyrirtækja á breiðum grundvelli. 

Dr. Madsen Pirie, forseti sömu stofnunnar, var gestafyrirlesari á ráðstefnu Viðskiptaráðs, Deloitte og KPMG um flata skatta sem haldin var á Grand hótel 20. október síðastliðinn. Að fyrirlestrinum var gerður góður rómur en í honum fór hann yfir helstu röksemdir andstæðinga flatra skatta og skýrði fundarmönnum frá reynslu þeirra landa sem tekið hafa upp flata skatta. 

Á vef Adam Smith-stofnunarinnar má finna nýja grein ef Dr. Pirie um Ísland en að þessu sinni gerir hann raforkuframleiðslu landsins að útgangspunkti sínum og þá miklu vaxtarmöguleika sem felast í hugsanlegum útflutningi á hreinni orku, t.a.m. í gegnum sæstreng til Skotlands í fyllingu tímans.

Tengt efni

Þessi koma fram á Viðskiptaþingi 2026

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, Magnús Scheving, Birna Ósk Einarsdóttir, …
23. janúar 2026

Verðbólgan heimatilbúinn vandi

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í …
20. janúar 2026

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026