Alþjóðabankinn (World Bank) hefur gefið út skýrsluna Doing Business 2007 þar sem kannað var hversu auðvelt er að reka fyrirtæki í 175 löndum. Ísland lenti í 12. sæti að þessu sinni en var áður í 11. sæti. Þau lönd sem standa Íslandi framar eru: Singapúr, Nýja-Sjáland, Bandaríkin, Kanada, Hong Kong, Bretland, Danmörk, Ástralía, Noregur, Írland og Japan. Samkvæmt skýrslunni er hinsvegar erfiðast að reka fyrirtæki í Kongó, Austur-Tímor og Gínea-Bissá.
Þegar niðurstöðurnar eru greindar sést að Ísland þykir standa framarlega hvað varðar vernd eignarréttar og einnig þykir auðvelt að fá samningum framfylgt hérlendis, en Ísland er í 8. sæti hvað hvort tveggja varðar. Það sem erfiðar rekstrarskilyrði hérlendis er talið vera að erfitt er að ráða og reka starfsfólk, en þar er Ísland í 42. sæti. Þá þykir Ísland standa öðrum löndum að baki hvað varðar vernd fjárfesta og er í 83 sæti hvað það varðar. Þar er litið til gagnsæi viðskipta, skaðabótaverndar vegna ólögmætra innherjaviðskipta og möguleika á að höfða mál gegn stjórnendum vegna misferla.
Melissa Johns, sérfræðingur hjá Alþjóðabankanum er stödd hérlendis og kynnti skýrsluna á morgunverðarfundi á Grand hótel þriðjudaginn 21. nóvember sem Viðskiptaráð Íslands, utanríkisráðuneytið, Alþjóðabankinn og Þróunarsamvinnustofnun stóðu sameiginlega fyrir.
Samantekt Alþjóðabankans um Ísland
Kynning Melissu I
Kynning Melissu II