Viðskiptaráð Íslands

Niðurstaða menntamálanefndar veldur vonbrigðum

Alþingi hefur nú til umfjöllunar frumvarp til laga um Ríkisútvarpið. Með frumvarpinu er rekstrarumhverfi RÚV breytt þannig að því er gert auðveldara að stunda harðari samkeppni við einkaaðila. Lítið jafnræði er á fjölmiðlamarkaði á meðan einn fjölmiðillinn er á sama tíma með ríkið sem bakhjarl og að stunda samkeppni.

Ríkisfjölmiðlum annars staðar í Evrópu er víðast hvar bannað að stunda samkeppni við einkaaðila á auglýsingamarkaði. Því miður er lítil von til þess að pólitísk samstaða náist um að taka RÚV af auglýsingamarkaði á næstunni. Í því ljósi beindi Viðskiptaráð Íslands, og fleiri fulltrúar einkaaðila, þeim tilmælum til menntamálanefndar þingsins að það væri lágmarkskrafa að rammi yrði settur um þessa starfsemi RÚV. Með því væri tryggt að samkeppnisstaðan yrði ekki skakkari en orðið er.

Þrennt var lagt til í þessu samhengi. Í fyrsta lagi að RÚV yrði bannað að selja auglýsingar á vefnum. Í öðru lagi að RÚV yrði bannað að láta kosta dagskrárliði. Í þriðja lagi að RÚV yrði bannað að auka magn auglýsinga í miðlum sínum. Menntamálnefnd féllst á að leggja til að auglýsingar á vefnum yrðu bannaðar. Nefndin lagði ekki til að auglýsingamagn RÚV yrði ekki aukið, sem er þýðingarmest framangreindra atriða. Þá er aðeins lagt til að tekjur af kostun verði í framtíðinni ekki hlutfallslega meiri en nú er.

Niðurstaða menntmálanefndar veldur Viðskiptaráði Íslands því verulegum vonbrigðum. Verði frekari skorður ekki settar við umfangi RÚV á auglýsingamarkaði er verið að skerða verulega rekstrarskilyrði einkarekinna fjölmiðla.

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um RÚV

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024