Fjallað er um þann árangur sem náðst hefur í íslensku hagkerfi með skattabreytingum síðustu ára á vefsíðu tímaritsins the Wall Street Journal. Þar sem sagt að Ísland sé ljóslifandi dæmi um áhrif Laffer kúrvunnar.
Laffer kúrvan sýnir að hagkvæmt geti reynst að lækka skatta upp að ákveðnu marki þar sem breikkun skattstofnsins vegi þyngra en lækkunin og skatttekjur ríkisins aukist þar með. Þetta er alveg í takt við það sem gerst hefur á Íslandi, bæði hvað varðar tekjuskatt einstaklinga og fyrirtækja sem og fjármagnstekjuskatt.
Í greininni er einnig minnst er á tillögur nefndar forsætisráðuneytisins um Ísland sem miðstöð fjármála, þar sem meðal annars var lagt til frekari lækkun tekjuskatts.
Greinina má lesa hér.