Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaráð veitir verðlaun fyrir námsárangur

Eitt af hlutverkum Viðskiptaráðs er stuðningur við menntun í landinu og er ráðið helsti bakhjarl bæði Verzlunarskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. 

Þann 26. maí síðastliðinn fór fram útskrift við Verslunarskóla Íslands. Um langt skeið hefur Viðskiptaráð veitt viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur við útskrift. Viðurkenningin er stytta eftir Hallstein Sigurðsson myndlistarmann, en fyrirmyndin er gríska gyðjan NIKE, en hún vísaði veginn til sigurs. 

Verðlaunahafar að þessu sinni voru Bryndís Einarsdóttir, sem hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur í viðskiptagreinum, og Vigdís Ester Halldórsdóttur, sem hlaut viðurkenningu fyrir bestan námsárangur í alþjóðafræðum.

Óskum við verðlaunahöfum, sem og öðrum útskriftarnemendum, innilega til hamingju með árangurinn.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026