Viðskiptaráð Íslands

Námsstyrkir VÍ - Umsóknarfrestur rennur út á föstudag

Viðskiptaráð tekur virkan þátt í uppbyggingu menntunar og er bakhjarl bæði Verzlunarskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í gegnum Sjálfseignarstofnun Viðskiptaráðs Íslands um viðskiptamenntun (SVÍV). Ráðið hefur um árabil veitt styrki til framhaldsnáms erlendis og verða veittir fjórir styrkir í ár.

Nú þegar hefur borist fjöldi umsókna um námsstyrki Viðskiptaráðs 2011. Við minnum umsækjendur á að umsóknarfrestur rennur út næstkomandi föstudag (28. janúar) kl. 16:00. Styrkirnir verða afhentir á Viðskiptaþingi sem fram fer 16. febrúar.

Nánar hér:

Tengt efni

Opið fyrir umsóknir í Menntasjóð VÍ

Opið er fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ). …
5. janúar 2026

Skattadagurinn fer fram 15. janúar

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins verður …
5. janúar 2026

Opnunartími milli jóla og nýárs

Lokað verður á skrifstofu Viðskiptaráðs á aðfangadag og á gamlársdag.
22. desember 2025