Viðskiptaráð tekur virkan þátt í uppbyggingu menntunar og er bakhjarl bæði Verzlunarskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í gegnum Sjálfseignarstofnun Viðskiptaráðs Íslands um viðskiptamenntun (SVÍV). Ráðið hefur um árabil veitt styrki til framhaldsnáms erlendis. Undanfarin ár hafa verið veittir fjórir styrkir árlega og hefur afhending þeirra farið fram á Viðskiptaþingi, sem haldið verður miðvikudaginn 16. febrúar 2011 næstkomandi.
Hverjir geta fengið styrk?
Tveir styrkir eru veittir til framhaldsnáms við erlenda háskóla eða aðra sambærilega skóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. Þá eru veittir tveir styrkir úr námssjóði um upplýsingatækni, sem eingöngu eru veittir umsækjendum í upplýsingatækninámi erlendis á framhaldsstigi. Hver styrkur er að upphæð kr. 400.000.
Hvert á að skila umsóknum?
Umsóknum skal skilað til Viðskiptaráðs Íslands, Kringlunni 7, 103 Reykjavík og skulu þær merktar „Námsstyrkur 2011. Hægt er að senda umsóknir með tölvupósti til vi@vi.is eða á faxi: 568 6564. Umsóknarfrestur fyrir námsstyrki Viðskiptaráðs 2011 er 28. janúar 2011, kl. 16:00. Allar nánari upplýsingar má nálgast hér.
Nánari upplýsingar um Viðskiptaráð sem bakhjarl menntunar: