Viðskiptaráð Íslands

Samningi um Samræmda vefmælingu sagt upp

Viðskiptaráð Íslands hefur frá og með 1. júlí sagt upp samstarfssamningi sínum við Modernus ehf. um Samræmda vefmælingu. Samræmd vefmæling verður því framvegis eingöngu á vegum Modernus ehf. Er uppsögn þessi liður í endurskipulagningu ákveðinna þátta í starfsemi ráðsins.

Viðskiptaráð vill þakka Modernus ehf. og þátttakendum Samræmdar vefmælingar fyrir ánægjulegt samstarf undanfarin ár og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur I. Birgisson, lögfræðingur Viðskiptaráðs i síma 510-7100

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026