Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptadeild HR í hópi 50 bestu viðskiptaháskóla í V-Evrópu

Viðskiptaráð óskar Háskólanum í Reykjavík til hamingju með þann frábæra árangur að viðskiptadeild skólans skuli á 10 árum vera komin í hóp 50 bestu viðskiptaháskóla innan Vestur-Evrópu og um leið í hóp bestu viðskiptadeilda heims á háskólastigi.

Í nýrri alþjóðlegri úttekt óháðrar stofnunar (EDUNIVERSAL) var viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík valin í hóp 1000 bestu viðskiptadeilda/-háskóla í heiminum - af um 4000 deildum/skólum.

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík varð í 46. sæti í Vestur-Evrópu og 117. sæti í heiminum.

Viðskiptaráð er stolt af því að hafa allt frá stofnun Háskólans í Reykjavík verið einn af dyggustu bakhjörlum skólans og vonar að þessi glæsilegi árangur viðskiptadeildar verði hvatning til enn frekari dáða, íslensku atvinnulífi og samfélagi til heilla.

Auglýsingu Viðskiptaráðs má nálgast hér.

Topp 100 listann má nálgast hér.

Heimasíða EDUNIVERSAL.

Topp 1000 listann má nálgast hér.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026