Viðskiptaráð Íslands

Viðbragðshópur vegna umfjöllunar um efnahagsmál

Undanfarin ár hefur Viðskiptaráð Íslands látið sig sérstaklega varða umfjöllun um Ísland og íslenska hagsmuni utan landsteina.  Í samræmi við þessar áherslur átti Viðskiptaráð, ásamt forsætis- og utanríkisráðuneyti, frumkvæði að stofnun viðbragðshóps („situation room“) vegna erlendrar umfjöllunar um íslenskt viðskipta- og efnhagslíf. Starf hópsins hófst fyrir réttum tveimur vikum og í honum sitja, auk Viðskiptaráðs, fulltrúar frá forsætis-, utanríkis- og viðskiptaráðuneytis, Seðlabanka, OMX, Fjármálaeftirlits og Samtaka fjármálafyrirtækja. 

Megin hlutverk hópsins, sem hefur fundað kvölds og morgna síðustu tvær vikur, er að fylgjast með umfjöllun um íslenskt fjármála- og efnahagslíf og bregðast við með samræmingu aðgerða innan hins og opinbera og á milli stjórnvalda og einkageira.  Í því felst að komið hefur verið upp innviðum til að sinna mikilli athygli fjölmiðla og annara hagsmunaaðila, erlendra sem innlendra, t.a.m. með móttökumiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, símaveri, heimasíðum (o.fl. t.d. www.government.is/news).

„Þetta verkefni er afar mikilvægt, ekki aðeins til að bregðast við gríðarlegum áhuga erlendra aðila á íslensku fjármálakreppunni, heldur einnig vegna þess að nauðsynlegt er að koma á innviðum og ferlum hjá hinu opinbera sem ættu ávallt að vera til staðar til að bregðast við aðstæðum af þessu tagi, smáum og stórum.  Árangur af starfi hópsins hefur verið sérlega uppörvandi og frábært að sjá viðbragðssnerpu starfsfólks ráðuneytana í þessum erfiðu aðstæðum.“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Fyrirkomulag á vinnu viðbragðshópsins er í samræmi við hluta tillagna nefndar forsætisráðuneytis um Ímynd Íslands sem kynntar voru í skýrslu nefndarinnar frá í mars 2008 sem finna hér. Upphaf þessara vinnu má rekja til Viðskiptaþings árið 2007, sem haldið var undir yfirskriftinni  Ísland best í heimi? - Alþjóðlegt orðspor og ímynd.  Í ljósi atburða síðustu vikna er ljóst að umtalsvert starf er óunnið á þessum vettvangi og mikilvægt að málum er lúta að kynningu Íslands út á við verði komið í ákveðinn farveg hið fyrsta. 

 

Tengt efni

Björn Brynjúlfur í stjórn HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024