Lítið hefur breyst hvað varðar erlendar greiðlsur síðan gær. Bankarnir geta ennþá ekki afgreittt slíkar beiðnir nema í sérstökum undantekningartilfellum skv. tilmælum Seðlabankans. Temprun gjaldeyrisútflæðis er því enn við lýði og nýtt uppboðsfyrirkomulag Seðlabankans breytir þar engu um.
Ljóst er að þetta kemur sér illa fyrir innlenda aðila sem ekki geta staðið í skilum við erlenda viðskiptamenn. Viðskiptaráð hefur því útbúið skjal sem aðildarfélög geta notfært sér við að útskýra stöðu mála gagnvart erlendum hagsmunaaðilum. Í skjalinu er gerð grein fyrir núverandi stöðu gjaldeyrisviðskipta á Íslandi og fjallað um þær takmarkanir sem þau lúta. Vonast er til þess að skjal þetta liðki fyrir viðskiptum við erlenda aðila og hjálpi til við að varðveita verðmæt viðskiptasambönd. Skjalið er á ensku og það má nálgast hér.