Viðskiptaráð Íslands

Erlend greiðslumiðlun gengur betur

Ennþá eru hnökrar á erlendri greiðslumiðlun en þó eru einhver merki þess að ástandið sé að skána. Bankarnir geta afgreitt erlendar greiðslur að einhverju leyti um hjáleið í gegnum Seðlabankann og Sparisjóðabankinn býr sem fyrr að greiðslumiðlunarkerfi sem virkar. Þá sendi Seðlabankinn frá sér tilkynningu í gær þar sem sagt er að greiðslumiðlun til og frá Bretlandi gangi nú betur en áður. Þetta eru ánægjulegar fréttir, enda hafa hnökrar á greiðslum í pundum verið umtalsverðir upp á síðskastið.

Líklegt er að ástandið á gjaldeyrismarkaði haldi áfram að skána á næstu dögum og vikum þótt ólíklegt sé að gjaldeyrishöft Seðlabankans verði að fullu afnumin í náinni framtíð. Ekki verður unnt að afnema gjaldeyrishöft fyrr en endanlegt samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn liggur fyrir sem og upplýsingar um lánveitingar til Íslands.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024