Viðskiptaráð Íslands

Erlend greiðslumiðlun gengur betur

Ennþá eru hnökrar á erlendri greiðslumiðlun en þó eru einhver merki þess að ástandið sé að skána. Bankarnir geta afgreitt erlendar greiðslur að einhverju leyti um hjáleið í gegnum Seðlabankann og Sparisjóðabankinn býr sem fyrr að greiðslumiðlunarkerfi sem virkar. Þá sendi Seðlabankinn frá sér tilkynningu í gær þar sem sagt er að greiðslumiðlun til og frá Bretlandi gangi nú betur en áður. Þetta eru ánægjulegar fréttir, enda hafa hnökrar á greiðslum í pundum verið umtalsverðir upp á síðskastið.

Líklegt er að ástandið á gjaldeyrismarkaði haldi áfram að skána á næstu dögum og vikum þótt ólíklegt sé að gjaldeyrishöft Seðlabankans verði að fullu afnumin í náinni framtíð. Ekki verður unnt að afnema gjaldeyrishöft fyrr en endanlegt samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn liggur fyrir sem og upplýsingar um lánveitingar til Íslands.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026