Viðskiptaráði hefur borist greinargerð frá fjármálaráðuneyti Bretlands. Í greinargerðinni er fjallað um tilmæli um kyrrsetningu eigna Landsbankans. Er þar að finna skilgreiningu og ítarlega lýsingu á umfangi og afleiðingum þessarar aðgerðar. Markmiðið er að liðka fyrir eðlilegu fjárstreymi milli Íslands og Bretlands. Greinargerðina má nálgast hér.