Viðskiptaráð Íslands

Áfram óvissa um gjaldeyrismál

Staðan á gjaldeyrismarkaði hefur lítið breyst undanfarna daga og vikur. Gjaldeyristemprun Seðlabankans er enn við lýði og þrátt fyrir að viðskiptabankarnir þrír hafi nýlega eignast sína eigin gjaldeyrisreikninga hjá JP Morgan geta þeir enn ekki sinnt erlendri greiðslumiðlun á eigin spýtur.

Ýmislegt bendir til þess að krónunni verði fleytt von bráðar, jafnvel á allra næstu dögum. Þó hafa enn ekki fengist haldbærar upplýsingar um það með hvaða hætti það verður gert og því lítið hægt að segja til um líklega þróun á gjaldeyrismarkaði á næstunni. Í öllu falli er ljóst að enn ríkir mikið óvissuástand á gjaldeyrismarkaði. Brýnt er að úr þessu verði greitt eins fljótt og auðið er.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026