Viðskiptaráð Íslands

Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs í Kastljósi

Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, kom fram í Kastljósi Sjónvarpsins í gær, mánudaginn 1. desember. Til umræðu voru ný gjaldeyrislög sem samþykkt voru fyrir helgi. Finnur gagnrýndi lögin og lýsti yfir efasemdum um nytsemi þeirra. Benti hann m.a. á að lögin kæmu í veg fyrir að eðlileg uppbygging íslensks viðskiptalífs gæti átt sér stað. Lögin hefti ekki einungis útflæði fjármagns, heldur einnig innflæði, og skaði trúverðugleika Íslands til framtíðar.

Að auki sagði Finnur lögin hafa margvísleg skaðleg áhrif á atvinnulífið og taldi víst að þau drægju verulega úr áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi til langframa. Líkti hann ástandinu við mislukkaða tónleika þar sem tónleikagestum væri meinað að yfirgefa svæðið og benti á að ólíklegt væri að slík hljómsveit nyti vinsælda í framtíðinni. Að lokum ítrekaði hann mikilvægi þess að grípa til aðgerða til að bæta trúverðugleika íslenska hagkerfisins og sagði það ekki þola neina bið.

Viðtalið í heild má sjá hér.

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4431266 

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024