Viðskiptaráð Íslands

Viðtal við Finn Oddsson í nýjasta tölublaði Neytendablaðsins

Í nýjasta tölublaði Neytendablaðsins situr Finnur Oddsson, framkvæmdstjóri Viðskiptaráðs, fyrir svörum um útgáfu ráðsins í tengslum við stöðu fjármálakerfisins á Íslandi undanfarin ár. Í viðtalinu ræðir Finnur um markmið útgáfunnar, stöðu fjármálakerfisins og réttmæti þeirrar gagnrýni sem kerfið hefur legið undir. Í viðtalinu má finna svör við ýmsum af þeim spurningum sem komið hafa upp í almennri umræðu varðandi þátttöku Viðskiptaráðs í alþjóðlegri upplýsingamiðlun íslensks viðskiptalífs og hvetur ráðið þá sem áhuga hafa til að lesa viðtalið í heild.

Viðtalið í heild má lesa hér.

Neytendablaðið er gefið út af Neytendasamtökunum fjórum sinnum á ári og má þar finna ýmsan gagnlegan fróðleik fyrir íslenska neytendur. Áskrift að blaðinu fylgir félagsaðild að samtökunum og má þá einnig nálgast eldri blöð á vef samtakanna.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024