Viðskiptaráð Íslands

Seðlabankinn skerpir á reglum um gjaldeyrismál

Fyrir stuttu var tilkynnt um breytingar á nýsettum gjaldeyrisreglum. Meginbreytingarnar eru þær að ríki og sveitarfélögum hefur verið veitt undanþága frá reglunum sem og fyrirtækjum í meirihlutaeigu ríkis og sveitarfélaga, sem starfa samkvæmt sérlögum. Fyrirtæki sem eru aðilar að fjárfestingarsamningum við íslenska ríkið og fyrirtæki sem fengið hafa leyfi iðnaðarráðherra til olíuleitar eru einnig undanþegin reglunum. Þá er skilanefndum sem skipaðar eru á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki veitt undanþága.

Viðskiptaráð ítrekar að ný lög um höft á fjármagnsflutningum eru mjög íþyngjandi fyrir íslenskt efnahagslíf og mun víðtækari en samkomulag ríkisstjórnar og IMF gefur tilefni til. Nýlegar breytingar breyta þar engu um.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026