Viðskiptaráð Íslands

Lækka þarf stýrivexti

Fyrr í vikunni var sögulegur vaxtaákvörðunarfundur í Seðlabanka Bandaríkjanna þegar stýrivextir vestanhafs voru lækkaðir niður í 0,25% sem er sögulegt lágmark. Er þetta gert til að örva hagkerfið og sporna þar með gegn fjármálakreppunni. Ljóst er að Ísland er eitt fárra landa í heiminum - ef ekki það eina - þar sem stýrivextir hafa ekki verið lækkaðir. Þvert á móti voru vextir Seðlabanka Íslands hækkaðir í 18% fyrir fáeinum vikum í þeim tilgangi að fyrirbyggja fjármagnsflótta.

Ljóst er að 18% stýrivextir þjóna ekki lengur því hlutverki að halda fjármagni inni í hagkerfinu þar sem nýsett gjaldeyrislög fyrirbyggja fjármagnsflutninga að nær öllu leyti. Viðskiptaráð leggur því til að Seðlabanki Íslands fari að fordæmi seðlabanka annarra ríkja og lækki stýrivexti sína til að liðka fyrir aðlögun hagkerfisins.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024