Viðskiptaráð hefur undanfarin ár veitt á Viðskiptaþingi styrki til framhaldsnáms erlendis. Í ár verða fjórir styrkir að fjárhæð kr. 350.000 hver afhentir á þinginu sem haldið verður þann 4. febrúar næstkomandi. Tveir styrkir eru veittir úr Námssjóði Viðskiptaráðs og tveir úr Námssjóði Viðskiptaráðs um upplýsingatækni.
Frestur til að sækja um námsstyrk rennur út kl. 16:00 föstudaginn 16. janúar næstkomandi.
Nánari upplýsingar um styrkina má nálgast hér, en frekari upplýsingar veitir Birna Ingólfsdóttir, birna@vi.is.